Í nýlegu viðtali DV við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sagði hann meðal annars þetta, um auðæfi sín, sem munu nema ríflega hálfum milljarði króna, eða um það bil tvöhundruð ára nettólaunum meðalíslendingsins:

„Þó verður maður að viðurkenna að það veitir manni ákveðið öryggi. Kosturinn er sá að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því þótt maður segi það sem manni finnst. Ekki að hafa áhyggjur af því að það geti leitt til tekjumissis.“
Sigmundur virðist hins vegar ekkert hafa velt fyrir sér hvort aðrir en hann, og hin ofurríka elíta sem hann tilheyrir, eigi að njóta þessara sjálfsögðu réttinda.  Enda verður ekki séð að hann hafi gert neinar tilraunir til að tryggja öllum borgurum landsins réttindi af þessu tagi, sem hafa lengi verið talin sjálfsögð lýðréttindi í þess konar þjóðfélagi sem Sigmundur þykist væntanlega vilja hafa á Íslandi.
En, þetta eru reyndar lítil tíðindi.  Réttindi almennings hafa aldrei verið „veitt“ af þeirri elítu sem drottnar yfir stjórnmálum og efnahagslífi landsins.  Almenningur hefur alltaf þurft að berjast sjálfur fyrir þessum réttindum, og alltaf þurft að verjast sífelldum árásum á þau.
Fólk af sauðahúsi Sigmundar er ekki líklegt til að taka þátt í þeirri baráttu.  Fyrir almenning á Íslandi væri best ef Sigmundur vildi vera svo tillitssamur að láta sig hverfa af sjónarsviði stjórnmálanna.  Hvort hann eyðir svo tímanum í að ausa yfir sig aurum sínum, eða heldur fjálgar ræður yfir sjálfum sér, ætti helst að vera hans mál, en ekki okkar.
einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago