Fyrirlitning Ögmundar á mannréttindum

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í útvarpi í kvöld, varðandi endursendingu írasks hælisleitanda til Noregs: „Ég hygg að norskir aðilar sendi ekki menn í opinn dauðan eða bráða lífshættu.  Við verðum að treysta því alla vega að svo sé og þá væri það hreinlegra fyrir okkur að ganga út úr þessu Dyflinnarsamkomulagi.“

Hér fer Ögmundur með rangt mál, og sýnir fullkomna fyrirlitningu þeim mannréttindasáttmálum sem Ísland er að aðili að.  Eins og vandlega hefur verið útskýrt mega íslensk stjórnvöld alls ekki taka svona á málum af þessu tagi, samkvæmt úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu:
Ljóst er að dómur Mannréttindadómstólsins leggur þær skyldur á íslensk stjórnvöld eins og stjórnvöld annarra Evrópuríkja að ganga ekki út frá því sem vísu að annað aðildarríki í samstarfinu, jafnvel þótt bæði séu skuldbundin af Mannréttindasáttmála Evrópu, geti tryggt hælisleitendum viðunandi aðbúnað sem samrýmist kröfum 3. gr. sáttmálans. Sú sjálfvirkni sem almennt er ráðgerð í Dyflinnarreglugerðinni um endursendingu hælisleitanda til annars aðildarríkis, þar sem ríki ákveður aðeins í undantekningartilvikum að taka umsókn til efnislegrar meðferðar, er því ekki ásættanleg.
Ögmundur Jónasson hefur verið mannréttindaráðherra í nokkur ár, og honum er vel kunnugt um þetta allt, auk þess sem aðstoðarmaður hans, Halla Gunnarsdóttir, hefur farið fyrir sérstökum starfshópi sem fjallað hefur um málefni flóttamanna í heilt ár (en virðist reyndar ekki hafa eytt miklum tíma í að tala við flóttamennina sem um er vélað).
Þetta er heldur ekki eina tilfellið af þessu tagi; í fyrra felldi Ögmundur úrskurð sem hefði leitt til, ef viðkomandi hefði ekki farið í felur, að flóttamaður sem alið hafði allan sinn aldur sem þræll í Máritaníu hefði verið sendur tilbaka til Noregs.  Samt hafði Útlendingastofnun undir höndum yfirlýsingu um að hann yrði sendur þaðan tilbaka til Máritaníu, sem hefði verið skýlaust brot á Flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna og íslenskum lögum.
Tal Ögmundar um Dyflinarreglugerðina er líka siðlaust.  Dyflinarreglugerðin leggur engar skyldur á herðar íslenskum stjórnvöldum um að senda flóttamenn tilbaka til annars lands.  Að gefa í skyn að Ísland verði að segja sig frá henni til að geta staðið við úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu eru hrein og klár ósannindi.
Ögmundur Jónasson er ekki merkilegur pappír.  Það væri svo sem í lagi ef ekki vildi svo til að ákvarðanir hans geta ráðið úrslitum um velferð, eða jafnvel líf, fólks sem hann tekur ákvarðanir um.  Það er þjóðarskömm að þessi maður skuli bera ábyrgð á mannréttindamálum landsins.
einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago