Ég er ekki andkapítalisti, í þeim skilningi að ég er fylgjandi sem mestu frelsi fyrir einkaframtak og óheft viðskipti, að því tilskildu að komið sé í veg fyrir óeðlileg forréttindi og fákeppni. Ég er líka fylgjandi sem mestri alþjóðavæðingu, í þeim skilningi að ég vil sem minnst höft á samskiptum fólks og fyrirtækja yfir landamæri. En, ofar öllu þessu stendur krafan um mannréttindi öllum til handa, alltaf og alls staðar.
Þess vegna býður mér við móttökunum sem fulltrúi kínversku fasistastjórnarinnar fær hjá íslenskum stjórnvöldum. Og það hryggir mig að sjá hversu margir, sérstaklega meðal stuðningsmanna „vinstri“ flokkanna, líta á þetta sem sjálfsagðan hlut.
Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…
Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…
Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)
Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…
Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…
Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…