Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki haft sig í frammi varðandi þann skuldavanda sem stór hluti íslenskra heimila er að kikna undir (og sem stafar af því að bankarnir hafa fengið að mergsjúga skuldarana í skjóli ríkisstjórnarinnar, sem neitar að taka verðtrygginguna úr sambandi, hvað þá að færa niður stökkbreyttu lánin).Ögmundur virðist heldur ekkert hafa við það að athuga að bankarnir hafa grætt tvö hundruð milljarða frá hruni, ekki síst á þeim húsnæðislánum sem svo margt fólk er að kikna undir.

Ögmundur hefur heldur ekkert teljandi gert í þeim mannréttindamálum sem hann er hæstráðandi yfir á Íslandi.  Hann hefur til dæmis leitt hjá sér þau mannréttindabrot sem flóttamenn verða reglulega fyrir.  Nýjasta dæmið er Mohammed Lo, sem brotið hefur verið gróflega á.

Ögmundur hefur heldur ekkert gert til að hemja lögregluna, sem oft hefur farið offari í framgöngu sinni.  Hann lét sér líka vel lynda að ríkislögreglustjóri fór undan í flæmingi þegar spurt var um tengsl íslenskrar lögreglu við njósnarann Mark Kennedy, hvað þá að hann hafi látið gera sjálfstæða úttekt á málinu.

Hvað hefur Ögmundur þá gert í valdatíð sinni? Jú, hann hefur

  • Kynnt frumvarp um „forvirkar rannsóknaheimildir“ handa lögreglunni þar sem ekkert er minnst á eftirlit með beitingu þessara heimilda.
  • Lagt fram frumvarp sem á að heimila ótilgreindum aðilum að fylgjast með netsamskiptum almennings.
  • Haldið hlífiskildi yfir Ríkislögreglustjóra þegar hann neitaði að afhenda Ríkisendurskoðun gögn vegna mála sem Ríkisendurskoðun rannsakaði, og sem hún á að fá lögum samkvæmt.

Það hefur oft verið talað um Ögmund sem einhvers konar „hugsjónamann“.  Að dæma af því hvernig hann hefur gersamlega sniðgengið hagsmuni þeirra sem minna mega sín, og varið þar með ræningjakapítalismann, og hvernig hann reynir að auka heimildir yfirvalda til að njósna um borgarana, er erfitt að draga aðra ályktun en þessa:

Hugsjónir Ögmundar snúast um að berja niður almenning og efla enn  efnahagslega og andlega kúgun þeirra afla sem ráða lögum og lofum á Íslandi.  Auðvaldsins.

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago