Categories: Allt efniFjölmiðlar

Ógeðslegur fréttaflutningur

Margir fjölmiðlar, þeirra á meðal ríkissjónvarpið og ruv.is, hafa í dag birt fréttir af njósnum manns nokkurs um aðra manneskju sem áður var honum nátengd.  Ef til vill spinnst af þessu einhver umræða um hvenær fjölmiðlar eigi að nafngreina fólk í svona málum.  Um það ætti að gilda sú einfalda regla að það sé aðeins gert ef augljósir almannahagsmunir krefjist þess.

Það verður sjálfsagt reynt að teygja og toga skilgreiningarnar á almannahagsmunum, og eitthvert fjölmiðlafólk mun þykjast geta réttlætt þetta með einhverjum rökum.

En þetta er ekki flókið mál.  Það er mjög varasamt að banna fjölmiðlum með lögum að birta svona fréttir.  Þetta á ekki að vera ólöglegt.  En þetta er  viðbjóðslega siðlaus fréttaflutningur, og þá sem bera ábyrgð á honum á tvímælalaust að sækja til saka í dómstól almenningsálitsins.

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago