Í dag birtist athyglisverð grein í Fréttablaðinu, eftir Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur. Greinin er athyglisverð af því að hún segir einfaldan sannleika á einfaldan hátt. Það er alltaf sláandi þegar maður hefur sjálfur hugsað svipaðar hugsanir, án þess að geta fært þær í svona einfaldan búning. Afhjúpanir af þessu tagi eru náskyldar sögunni um Nýju fötin keisarans, og nú þegar Ólöf er búin að benda á nektina get ég ekki stillt mig um að endursegja örlítið af því sem hún sagði:
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er nátengdur þeim sem settu Ísland á hausinn, bæði pólitískt og fjárhagslega. Þetta lið stundaði hrikalegt eiturlyfjasukk árum saman, þar sem helsta fíkniefnið var peningar. Afleiðingarnar voru hörmulegar fyrir fjöldann allan af fólki sem ekkert hafði til saka unnið, og ekki naut góðs af því „góðæri“ sem félagar Bjarna mökuðu krókinn á, hvað þá að það hafi verið með í partíinu. Sama fólkið þarf nú að greiða dýru verði dópskuldir Bjarna og félaganna. Og nú vill Bjarni meira dóp.
Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…
Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…
Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)
Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…
Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…
Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…