Eins og sjá má í Áfangaskjali stjórnlagaráðs er lagt til að setja megi „í lög ákvæði um lágmarkshlutfall karla og kvenna“ í kosningum til Alþingis.  Svo virðist sem flest stjórnlagaráðsfólk geri sér ekki grein fyrir að með þessu er brotið gegn þeirri grundvallarreglu sem flestir virðast vera sammála um í orði, nefnilega að öll atkvæði eigi að vega jafnt í kosningum til Alþingis.

Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á réttmæti og skilvirkni kynjakvóta.  Það er hins vegar ekki hægt að halda því fram að kosningar séu frjálsar og atkvæði allra vegi jafnt ef sett eru skilyrði um lágmarkshlutfall kynja (eða yfirleitt nokkurra hópa).  Ef til þess kæmi að lög af þessu tagi yrðu virk þýddi það óhjákvæmilega að frambjóðandi fengi sæti á þingi sem hefði færri atkvæði á bak við sig en sá sem yrði að víkja vegna kynferðis.  Þar með er minnkað atkvæðavægi þeirra sem kusu þann sem var af „réttu“ kyni, og vægi hinna minnkað að sama skapi.

Stjórnlagaráðsfólk verður því að gera upp hug sinn og ætti, í nafni gagnsæi og heiðarleika, að segja hreint út hvort það vill jafnt vægi atkvæða og frjálsar kosningar, eða leyfa kynjakvóta.  Það er ekki hægt að hafa hvort tveggja, og það er ekki heiðarlegt að segja hið gagnstæða.

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago