Einn maður eitt atkvæði — en sum atkvæði vega þyngra en önnur

Í þessari frétt segir meðal annars:  „Sú nefnd stjórnlagaráðs sem fjallar um kjördæmaskipan og þingkosningar leggur til talsverðar breytingar á fyrirkomulagi kosninga til Alþingis og vill að atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vegi jafnt líkt og þjóðfundur lagði mikla áherslu á.“

Síðar segir svo:  „Þá er lagt til að setja megi í lög ákvæði um lágmarkshlutfall karla og kvenna á þingi.“

Ef þetta er rétt eftir haft er það ráðgáta að stjórnlagaráð, sem hingað til virðist hafa unnið gott starf laust við rugl, skuli setja fram tillögu sem er í svo hróplegri mótsögn við hugmyndina um jafnan atkvæðisrétt og frjálsar kosningar.  Afleiðingarnar af kerfi sem þessu gætu orðið að miklu fleiri konur en karlar hlytu brautargengi í kosningum, en til að „leiðrétta“ ranga kosningu kjósenda þyrftu konur með mikið fylgi að víkja fyrir körlum með miklu minna fylgi.

Að margir telji líklegra að halla myndi á konur er ekki afsökun fyrir ákvæði af þessu tagi; stjórnarskrá sem á að endast verður að innihalda grundvallarreglur sem standast tímans tönn.  Burtséð frá því á hvort kynið hallaði í kosningum ætti það líka að vera óbærileg tilhugsun sérhverjum lýðræðissinna að ætla að svipta stóran hóp kjósenda fulltrúa sem hann hefur valið, af því að þessi hópur hafi einfaldlega valið rangt að mati einhverra besserwissera.

Hugsunarháttur af þessu tagi á ekki heima í nútímalýðræðisríki, ekkert frekar en hugmyndirnar fyrir hundrað árum um að konur ættu ekki að njóta sama kosningaréttar og karlar.  Þvert á móti ætti að vera í stjórnarskrá ákvæði um jafnan og frjálsan atkvæðisrétt, og afleiðing af því hlyti að vera að ekki væri hægt að leið í lög þá mismunun sem hér er rætt um.

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago