Categories: Allt efniFjölmiðlar

Langt mál Karls Th. — lítil svör

Ritstjóri Eyjunnar, Karl Th. Birgisson, reynir í pistli að útskýra hvað ritstjórn Eyjunnar var að hugsa þegar hún birti númerið á bíl manns sem grunaður er um morð.  Einnig er fjallað um málið í þessari frétt á Eyjunni.

Þetta er langt mál hjá Karli, þar sem hann reynir að réttlæta birtinguna.  Rök hans eru þau að „Fyrir lá að lík stúlkunnar fannst í nokkurra ára gömlum dökkgráum Mitsubishi Galant“ og að þar með hafi fallið grunur á alla sem ættu slíkan bíl.

Spurningin sem Karl svarar ekki í þessu langa máli er af hverju Eyjan ætti að flýta sér að taka af vafa um eiganda bílsins, þótt myndir af bílnum hafi birst í öðrum fjölmiðlum.  Vilji fjölmiðlar vernda alla aðstandendur segja þeir frá málavöxtum með þeim hætti að ekki sé hægt að tengja þá við einstaklinga.  Þannig fá aðstandendur fréttirnar eftir öðrum leiðum áður en gert er opinbert um hvaða fólk er að ræða.  Það er vandalaust, og jafnan gert við svipleg dauðsföll þar sem ekki er glæpum til að dreifa.

Þótt aðrir fjölmiðlar hafi leyft sér að birta strax myndir af bílnum er vandséð af hverju Eyjan ætti að blanda sér í þann subbuskap.  Gruninum um að Eyjan hafi einfaldlega misst sig í sorpblaðamennsku hefur því ekki verið eytt.  Og langloka ritstjórans lítur enn út eins og aumlegt yfirklór, í stað þeirrar afsökunarbeiðnar sem honum hefði verið meiri sómi að.

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago