Þorsteinn Már og alþjóðlegur rekstur

Þorsteinn Már Baldvinsson segir, í nýlegri grein, farir Samherja ekki sléttar þegar starfsmenn fyrirtækisins þurftu að fá gjaldeyri vegna ferðar á sjávarútvegssýningu erlendis.  Þetta er afleiðing af reglum sem settar hafa verið í tengslum við gjaldeyrishöftin  Vegna þessa spyr Þorsteinn „Eigum við að reka alþjóðleg markaðsfyrirtæki á Íslandi?“

Um þetta er tvennt að segja:

Það er vel hægt að taka undir með Þorsteini að skrifræðið sem hann lýsir hér sé óbærilegt.  En gæti verið hollt að minnast þess að gjaldeyrishöftin voru sett á í kjölfar hruns íslensku bankanna, sem árum saman höfðu byggt upp spilaborg lyga og svika, spilaborg sem hrundi haustið 2008.  Bankinn sem hrundi fyrst hét Glitnir.  Stjórnarformaður hans var Þorsteinn Már Baldvinsson.

Miðað við þessa reynslu af forystu Þorsteins í rekstri alþjóðlegs markaðsfyrirtækis á Íslandi ætti svarið við spurningu hans að vera nokkuð ljóst:  Nei, Þorsteinn, þú ættir greinilega ekki að reka nein alþjóðleg fyrirtæki á Íslandi.  Það hefur þegar reynst þjóðinni of dýrkeypt.

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago