Categories: Allt efniÝmislegt

Tryggvi Þór kastar grjóti úr glerhöllinni

Í bloggpistli í dag varar Tryggvi Þór Herbertsson við fólki sem „hljómar eins og hagfræðingar“.  Ég held að slíkt fólk sé upp til hópa mun hættuminna en þeir „alvöru“ hagfræðingar sem, eins og Tryggvi,  bæði spiluðu með í bóluhagkerfinu og lýstu í sífellu yfir hvað það væri traust.  Tryggvi bítur höfuðið af skömminni með því að tala eins og hann hafi meira vit en aðrir á hagfræði.  Það hefur hann greinilega ekki, því bóluhagkerfið hafði einmitt öll einkenni bólu, sem talsvert hefur verið fjallað um í hagfræðinni.  Nema hann sé svo siðlaus að hafa makað krókinn á kerfi sem hann vissi að myndi hrynja og valda fjölda fólks gríðarlegum búsifjum.

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago