Góð upprifjun um Nímenningamálið

Í gær birtist á Eyjunni grein eftir Jón Guðmundsson blaðbera á Selfossi.  Hún fjallar um Nímenningamálið, og er svo þörf upprifjun að ég get ekki stillt mig um að birta glefsur úr henni hér að neðan.  En, lesið sjálf þessa fínu grein; hún er hér.

Það hlýtur að vera í fyrsta skipti í ritaðri sögu að níu óvopnaðir einstaklingar geri tilraun til að ná völdum án þess að beita né hóta ofbeldi. Það sem næst þessu kemst hlýtur að vera yfirtaka Jörundar hundadagakonungs, sem þó tók einn mann í gíslingu.

Mikill sannfæringarkraftur hlýtur að vera nauðsynlegur ef valdaránið á að takast með því eingöngu að lesa yfirlýsingu frá þingpöllunum, óvopnuð og án hótana um ofbeldi.

… Einar K. Guðfinnsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, en erfitt er að taka mark á honum því svo virðist sem atburðurinn vaxi honum í augum í hvert sinn er hann minnist á hann, frá því að vera „strákur sem birtist þarna með einhver læti“ og honum „brá ekkert sérstaklega“ í viðtali skömmu eftir atburðinn, yfir í að hafa verið „brugðið“ í réttarsal tveimur árum síðar. Daginn eftir á bloggsíðu sinni var hann viss um að til hefði staðið að „hertaka þingið“ og „hefði þá ekki þurft að spyrja að leikslokum“.

Ragnar Aðalsteinsson, verjandi fjögurra þeirra ákærðu, tekur það fram í málflutningi sínum að óhlýðni við valdboð komi oft fyrir dóma og sé það talin nokkuð örugg sakargift því dómstólar virðast ekki telja að það skipti máli hvort valdboðið sé löglegt eða ekki.

Í máli níumenningana voru send árásarboð frá Alþingi sem notuð eru þegar um vopnaða árás er að ræða. Yfirmaður öryggisgæslu Alþingis taldi að hættu stafaði af gestunum. Sumir þingverðir urðu skelkaðir vegna þess að gestirnir lutu ekki almennum reglum um klæðaburð og aðrir opinberuðu fordóma sína með vitnisburði eins og: „við hleypum ekki svona fólki inn“.

Einkaréttur á valdbeitingu og frelsissviptingu sem lögreglan hefur samkvæmt lögum, virðist því ekki lúta neinum skráðum reglum. Þess í stað er um að ræða einhverskonar huglægt mat sem lögreglan sjálf skilreinir og dómsstólar draga ekki í efa.

Ef annar hluti upptökunnar hefði styrkt málstað skrifstofu Alþingis þá hefði hann einnig verið notaður. Einmitt þess vegna er ljóst að restin af upptökunni veikti málstaðinn sem sýnir einbeittan brotavilja Alþingis þegar það ákvað að eyða sönnunargögnunum.

Hverjir njóta góðs af því að þessir níu einstaklingar séu bak við lás og slá næstu 16 árin? Hvaða breytingar munu eiga sér stað í okkar samfélagi ef þau verða fundin sek um valdarán sem aldrei var framið né stóð til að fremja?

Ef hægt er að teygja lögin á þann hátt að heimsókn á þingpalla leiði til sakfellingar fyrir tilraun til valdaráns þá er komið alvarlegt fordæmi fyrir því að valdhafar á Íslandi geti áreynslulaust notfært sér dómstóla til að koma frá fólki sem það telur ógn við valdastöðu sína.

einar

Recent Posts

Veiran leggst á fréttafólk á furðulegan hátt

Veira gengur nú ljósum logum um heimsbyggðina og veldur ýmiss konar usla og hörmungum. Hún…

55 ár ago

Kóvitar, sérfræðingar og óvitar

Það er best að taka fyrst fram eftirfarandi: Ég hef enga sérfræðiþekkingu á faraldursfræði, veirufræði…

55 ár ago

Um breytingar á nálgunarbannslögunum – og skilvirka leið til að tryggja frið

Opið bréf til þingmanna Sæl, þið sem flytjið tillögu um breytingar á nálgunarbannslögunum (meira…)

55 ár ago

Eru Píratar kerfisflokkur?

Borgarfulltrúi Sósíalistflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, lýsti því yfir í gær að hún hygðist ekki taka…

55 ár ago

Of margar konur í borgarstjórn?

Í borgarstjórnarkosningunum um helgina náðu fimmtán konur og átta karlar kjöri. Konurnar eru því 65%…

55 ár ago

Hvaða þingmaður fær þrjá nýja bíla?

Sá þingmaður sem mest fékk greitt fyrir aksturskostnað í fyrra fékk 4.621.144 krónur, fyrir að…

55 ár ago