Mamma, má ég ekki gista hjá Vésteini? sagði Byltingin.
Sonur minn er tvítugur. Hann spurði mig ekki álits þegar hann ákvað að eyða lunganum úr sumrinu í að hlekkja sig við vinnuvélar uppi á hálendinu og príla í byggingarkrönum á Reyðarfirði. (Ekki svo að skilja að ég hefði sett mig á móti því.) Hann hefur heldur ekki gefið mér neitt úrslitavald um fyrirhugaða glæfraför sína til Palestínu eftir áramót.