Á vef kirkjunnar kemur fram að Vinaleið, „kærleiksþjónusta í grunnskólum“ sé ekki meðferðarstarf heldur stuðningsviðtöl og sálgæsla. Jafnframt kemur fram að dæmi séu um að nemendur sæki slík sálgæsluviðtöl 6 tíma á viku. Ég mætti um tíma í vikuleg viðtöl hjá sálfræðingi og það var kallað meðferð. Ég hef ekki fundið útskýringu kærleiksþjónanna á muninum á stuðningi og meðferð. Getur einhver sagt mér í hverju munurinn liggur?
View Comments (1)
Ef þeir sem annast börnin tala ekki við þau, gerir kirkjan það. Og þau þurfa ekki að borga. Kannski felst munurinn í því.
Posted by: Miss G | 18.01.2007 | 15:54:10
-------------------------------------------------
Þann 26. september sendi ég bréf til skólastjóra Hofsstaðaskóla, skólanefndar, bæjarráðs, skólasviðs og foreldraráðs vegna Vinaleiðar og sagði þar meðal annars: ". Í kynningu á Vinaleiðinni er reyndar tekið fram að “sálgæsluviðtölin” séu stuðningsviðtöl en ekki meðferðarviðtöl. Vandséð er hvernig guðfræðingur ætlar að gæta þess að fara ekki út í meðferð í fjörutíu mínútna viðtali (hvað þá nokkrum viðtölum) um vanda nemanda. Í samtali mínu við hann gat ég ekki séð að hann gerði sér grein fyrir í hverju munurinn á þessu tvennu er fólginn." Í lok bréfsins var líka spurningin: "4. Hvernig verður þess gætt að “sálgæsluviðtölin” séu aðeins “stuðningsviðtöl” en ekki “meðferðarviðtöl” og í hverju er munurinn á þessu tvennu fólginn að mati þeirra sem veita þessa þjónustu?"
Því miður hafa engin svör fengist við þessu. Ég kann þau ekki og sennilega eru þau órannsakanleg eins og annað í þessum geira.
Posted by: Reynir | 18.01.2007 | 18:00:46
-------------------------------------------------
Nú þekki ég ekki málið en dettur í hug að þetta orðalag sé kannski notað til þess að krakkarnir notfæri sér þessi stuðningsviðtöl, frekar en að fá þann stimpil (þá á ég við frá félögunum) að þau séu í einhvers konar meðferð.
Posted by: Ragna | 18.01.2007 | 23:45:11