Lögmál:
Ef þú vilt fá eitthvað gert í hvelli, gerðu það þá sjálfur. Það tók mig 3 klst að vinna verkefni með skærum, penna og límstauk, sem prófessjónall með fullkomin tæki hefur ekki komist í á tveimur mánuðum.
Annað lögmál:
Ef þú ræður ekki við verkefnið, biddu þá einhvern sem er mjög upptekinn. Þeir sem hafa nægan tíma vita að þeir geta alltaf gert það og finna sér því eitthvað annað að dunda við. Þeir sem hafa engan tíma setja hinsvegar verkið á áætlun. Hið uppteknasta fólk reynist oftast örlátast á frítíma sinn.