X

Neyðarlegt

Ég kveikti í nöglinni á mér!

Þetta er það hallærislegasta sem ég hef gert í þessari viku. Aulaverkur síðustu viku var samt verri.

Ég hringdi í Háskólabíó og spurði hvort væru eftir einhverjar sýningar á Kórnum. Stúlkan kom af fjöllum og sagðist ekki vita til þess að sú mynd væri á dagskrá frönsku kvikmyndahátíðarinnar.

Eva: Já en hún er auglýst, er það villa í dagskránni?
Stúlkan (undrandi): Hvar sástu hana auglýsta?
Eva: Á netsíðu. Sérnetsíðu fyrir þessa hátíð, en það eru tímasetningavillur í dagskránni svo ég vildi ekki treysta á upplýsingarnar sem koma þar fram.
Stúlkan: Skrýtið, ég hef ekkert heyrt um þessa netsíðu.
Eva (gúgglandi): Ég er með þetta hérna framan mig: Frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíó 2005.

Örstutt þögn

Eva: Dó! Minn feill. Afsakaðu ónæðið.

Tags: Nornabúðin
sapuopera: