X

Morgunn verður

Í austri
hefur ófullburða dagur
brákað skurnina.

Sprungin eggjarauða
flæðir yfir dagsbrún.
Hvít skurnbrot,
blár diskur,
rísa jakar úr sjó.

birta: