X

Missti trúna

Ég hefði varla trúað því að óreyndu að ég tæki skilnað fólks sem kemur mér ekkert við svona nærri mér. Ég er heldur ekkert svo uppvæg yfir fjölskylduharmleiknum, þau setja áreiðanlega alveg nóg púður í hann sjálf, það er öllu heldur geðshræringin yfir því að trú mín á ástina hefur skaddast enn eina ferðina og var hún örótt fyrir.

Fyrir nokkrum vikum fór ég yfir kunningja hópinn og fann út að ég þekki 12 konur á aldrinum 35-50 ára sem eiga það sameiginlegt að hafa skilið eftir sambúð sem entist lengur en í 10 ár. Þær eru allar á lausu í dag. Mennirnir þeirra fyrrverandi eru allir í sambúð. Allir búa með yngri konum. Ég þekki einn karlmann sem er skilinn eftir langtíma samband sem er enn á lausu einu ári síðar. Ég hef aldrei hitt fyrrum konuna hans.

Ég kættist þegar ég komst að raun um að ég þekki 11 pör til viðbótar sem hafa verið saman í 10 ár eða meira. Sum þeirra eru bara kunningjar mínir en 6 þessara para þekki ég nógu vel til fullyrða að hjónin virðast allavega vera ástfangin og góð við hvort annað. Eða virtust. Í gær frétti ég að ein vinkona mín og maðurinn hennar væru skilin eftir meira en 20 ára hjónaband. Það fékk á mig því ég hélt að þetta væri virkilega gott samband. Þessi vinkona mín er núna 43ja ára, ein með barn og á eitt barnabarn. Maðurinn hennar að sjálfsögðu kominn með aðra konu, 15 árum yngri en nauðalíka sinni fyrrverandi í útliti.

Ég þekki semsagt 13 konur sem voru í samböndum sem hefðu átt að hafa allar forsendur til að endast en ekki bara 12. Og 10 pör sem virðist a.m.k. annt um samband sitt en ekki 11. Ég spái því 4 þeirra muni slíta samvistum á næstu 5 árum.

Ætli sé hægt að gera mann algjörlega afhuga hinu kyninu? T.d. með dáleiðslu? Eða gæti afhommunarmeðferð gagnast?

 

sapuopera:

View Comments (1)

  • ----------------------------------------------------

    Hihi, ég þekki nú líka fullt af konum sem stoppuðu nú ekki lengi við á almennum markaði eftir langt samband, voru ekki lengi að endurnýja... svo það er nú ekki hægt að segja manneskjur af hinu loðnara kyni gerist einar sekar um slíka hegðun ;)

    Posted by: Þórunn Gréta | 18.02.2007 | 19:09:43

    ----------------------------------------------------

    tjah........

    Posted by: lindablinda | 18.02.2007 | 21:31:14

    ----------------------------------------------------

    Ég skil nú ekki alveg þetta með að "gerast sekt um slíka hegðun". Mér finnst ekkert athugavert við að stofna til annars sambands. Hinsvegar virðist það einfaldara fyrir karlmenn. Ég þekki allavega ekki þessar konur sem gengu út strax aftur.

    Posted by: Eva | 18.02.2007 | 22:12:17

    ----------------------------------------------------

    Ekki ég heldur...... þekki þær ekki - og flestir þeir karlmenn sem ég þekki til voru BÚNIR að stofna til sambands ÁÐUR en þeir gengu út......og það er ekki saklaust athæfi.

    Posted by: lindablinda | 19.02.2007 | 9:32:30

    ----------------------------------------------------

    Hmm, persónulega held ég að ef ég stofnaði til slíks sambands eftir fyrri sambandsslit þá yrði það samband eflaust skammlíft enda hálfgert endurkast og grunnt á slíku. Held ég myndi taka sólóferil í góðan tíma frekar...

    Posted by: Gillimann | 19.02.2007 | 10:49:19

    ----------------------------------------------------

    einhvern tímann las ég um stóra könnun á fólki sem var komið í sambúð númer tvö (minnst). Spurt var hvort fólk væri ánægðara og/eða hamingjusamara í nýja sambandinu en því fyrsta. Svörin voru nær alltaf neikvæð. Grasið er nefnilega ekkert grænna hinum megin.

    Ég hef trú á að mitt samband endist vel, þar sem við áttum okkur bæði á þessari staðreynd.

    Posted by: hildigunnur | 19.02.2007 | 12:38:02

    ----------------------------------------------------

    Ef hjónabandið mitt var "as good as it gets" - sbr kenningu Hildigunnar um græna grasið og allt það, þá á ég ekkert erindi í hjónaband ever again.

    Posted by: anna | 19.02.2007 | 18:15:25

    ----------------------------------------------------

    If you want to sacrifice the admiration of many men for the criticism of one, go ahead, get married.

    Katharine Hepburn

    Posted by: gvv | 19.02.2007 | 20:51:18

    ----------------------------------------------------

    tja, auðvitað er ekkert algilt og það er til fullt af vondum hjónaböndum. Var eiginlega frekar að meina þegar fólk skilur af því að það fellur fyrir einhverjum öðrum. Svo eftir að mesta adrenalínkikkið hjaðnar, er kannski enginn munur á samböndunum - þannig séð.

    Posted by: hildigunnur | 20.02.2007 | 9:04:02