X

Menningarhelgi

Ég átti góða helgi með Darra (sem er eiginlega engin pysja lengur). Sáum Manntafl á laugardagskvöldið, ég heyrði söguna lesna í útvarpið þegar ég var krakki og hef alltaf hrifist af henni. Varð sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með Túlíneus í öllum hlutverkum.

Í gær var svo tilboð á einmitt bíómyndina sem Darra langaði að sjá, A Little Trip to Heaven. Það heyrir orðið til undantekinga að ég greiði fullt verð fyrir nokkuð menningartengt, þökk sé Mammoni mínum kæra. Við vorum bæði hæst ánægð með myndina. Ég átti reyndar von á því fyrirfram að Darri léti sér fátt um finnast. Hann hefur sérstakt dálæti á íslenskum myndum og ég reiknaði ekki með því að þessi mynd hefði þennan jökulsprungu undirtón íslenskrar kvikmyndagerðar. Það hefur hún þó svo sannarlega þótt engin kind eða hestur sé í lykilhlutverki, enginn sjómaður, enginn bóndi og ekkert snjóflóð.

Heiða á ammæli. Ég ætlaði að gefa henni spiladós og er búin að skoða ca 30. Þær eru allar með Fuur Elise (sem var víst Melissa eftir allt saman), nema þessar tvær sem eru með afmælissöngnum. Ætli einkonar hugmyndafæðarheilkenni þjái spiladósasmiði?

Tags: Nornabúðin
sapuopera: