X

Leyniskjalið

Ég hef ekki verið eldri en fjögurra ára, kannski yngri, þegar ég áttaði mig á því að ef einhverju var haldið leyndu fyrir mér var ástæðan annað hvort mjög ánægjuleg, (t.d. afmælisgjöf) eða þá að leyndóið var líklegt til að vekja áköf mótmæli af minni hálfu.

Ég man ekki eftir neinu tilviki, síðustu 35 árin, þar sem einhverju (sem á annað borð kemur mér við) hefur verið leynt fyrir mér nema maðkur sé í mysunni. Það eru reyndar ekki nema nokkrar vikur síðan ég rak mig síðast rækilega á þá staðreynd að ef manni gengur illa að fá upplýsingar sem skipta máli, er það einfaldlega vegna þess að viðkomandi hefur eitthvað að fela. Ekki vegna tímaskorts, öryggisráðstafana, smámáls sem á eftir að ganga frá, mistaka þriðja aðilia eða jaríjarí, heldur vegna óheilinda. Enn og aftur kom á daginn að sá sem hefur engu að leyna, leynir engu og samt myndi ég ennþá treysta þeim svikahrappi öllu betur en Valgerði Sverrisdóttur og Geir Haarde.

Ég hef á tilfinningunni að leynisamningurinn sem verður undirritaður fyrir mína hönd í dag, sé ekki góð ammlisgjöf. Ég hef heldur ekki heyrt nein sannfærandi rök fyrir því hvers vegna við megum ekki sjá hann.

sapuopera: