Í gær þurfti ég að eyða klukkutíma á biðstofu. Tók upp sorprit af tilviljun og við mér blasti umfjöllun frá des 2005, sem ég hef ekki séð fyrr, þar sem Nornabúðin kemur við sögu. Þar er það haft eftir mér að með Ægishjálmi megi hleypa bráðabrókarsótt í konur.
Þetta hef ég auðvitað aldrei sagt enda er þetta tóm tjara. Eina leiðin sem ég þekki sem er til þess fallin að nota Ægishjálm í þeim tilgangi að koma konu til, er sú að húðflúra hann á kviðinn á Johnny Depp.