X

Krónísk frekja?

Enn stendur frekjubíllinn í tveimur stæðum. Um daginn skildi ég eftir á honum svohljóðandi orðsendingu; „Þú hefur dýpkað skilning minn á orðinu frekja.“ Að sjálfsögðu setti ég einnig nafn og staðsetningu á blaðið. Maður sem býr í hverfinu kom í búðina til að þakka mér fyrir framtakið en þetta hefur hinsvegar ekki haft nein áhrif á eigandann.

Ef hann verður ekki farinn í kvöld frem ég eitthvert fordæði.

 

sapuopera:

View Comments (1)

  • ---------------------------------------------

    verst að þú getur varla lyklað hann, yrðu fljót að berast að þér böndin...

    Posted by: hildigunnur | 18.04.2007 | 9:51:30

    ---------------------------------------------

    heldurðu að eigandinn nái sneiðinni, þ.e. að þú sért að setja út á hvernig hann leggur?

    sumir eru bara svo vitlausir.

    Posted by: baun | 18.04.2007 | 10:46:50

    --------------------------------------------------------------

    Áttu ekki prjón til að nota á dekkin?

    Posted by: Sveinn | 18.04.2007 | 19:54:17

    --------------------------------------------------------------

    Væri ekki athugandi að láta bara draga hann?

    Posted by: Vésteinn Valgarðsson | 19.04.2007 | 20:03:53