X

Húsráð Lærlingsins

Nornin: Þetta er eitt af hinum tilvistarkreppandi vandamálum ríka mannsins. Ég hef gaman af því að fá vín með matnum eða rjómalíkjör með kaffinu af og til en ég get ekki drukkið mikið. Svo er áfengi nautnavara en ekki nauðsyn og þegar ég á fullt af útrunnu víni heima, finnst mér ekki siðferðilega stætt á því að kaupa nýtt.

Lærlingurinn: Þú þarft ekkert að henda því sem skemmist. Þú bara gefur rónunum það. Þeim er alveg saman þótt rjómalíkjörinn sé farinn að súrna eða vínið langstaðið. Þú ferð með gamalt brauð niður að tjörn og gefur öndunum og svo með gamalt vín upp á Arnarhól og gefur rónunum. Kaffihús og krossgáta á eftir. Yrði það ekki bara góður sunnudagur?

Kannski bara það. Og ég sem var næstum búin að henda tæpum lítra af rósavíni síðan um áramót. Að mér skyldi ekki detta þetta í hug sjálfri. Kannski ég rölti niður í Austurstræti og kaupi mér karamellulíkjör.

 

sapuopera:

View Comments (1)

  • ----------------------

    Svo er líka hægt að kaupa svona lofttæmigræjupumpu í t.d. Ámunni fyrir sirka þúsundkall. Mjög hentugt fyrir þá sem drekka bara glas og glas, eða vilja geta talið sér trú um að maður getið staðið við það að klára ekki flöskuna þótt maður opni hana. ;)

    Posted by: Unnur María | 16.02.2007 | 14:07:41

    ----------------------

    Ég vissi ekki að til væri svoleiðis græj. Takk fyrir ábendinguna.

    Posted by: Eva | 16.02.2007 | 14:41:28

    ----------------------

    Fyrir utan að rósavín og hvítvín endast mikið lengur en rauðvín, sérstaklega ef þau eru geymd í kæli. Þar fyrir utan verða þau oftast að hinu ágætasta ediki.

    Posted by: Elías | 16.02.2007 | 15:24:42

    ----------------------

    falleg hugsun -

    Posted by: lindablinda | 17.02.2007 | 2:37:41