X

Hryðjuverkavopn endurheimt

Syni mínum Byltingamanninum lukkaðist eftir talsvert þóf að endurheimta pennann sem Vörður laganna og félagi hans gerðu upptækan þegar hann mætti á álráðstefnu síðasta föstudag.

Mér finnst reyndar með ólíkindum að lögreglan skuli leyfa sér að gera vopnaleit á ráðstefnugesti sem aldrei hefur komist í kast við lögin og aldrei tekið þátt í, eða verið viðriðinn við ofbeldi eða skemmdarverk af nokkru tagi. (Hann var ekki einu sinni að mótmæla í þetta sinn, ætlaði bara að fylgjast með umræðum sem reyndar var aflýst) Í lýðveldisríkinu Íslandi virðist vera nóg að mæta á nokkrar friðsamlegar mótmælasamkomur umhverfisverndarsinna til að lenda á lista yfir hryðjuverkamenn.

Mér finnst gott hjá stráknum að krefjast pennans aftur. Þótt um sé að ræða ómerkilegan grip, felst svona dulítil yfirlýsing í því.

Tags: Nornabúðin
sapuopera: