Stundum drekkum við stöllur mörg köff -og enginn tekur það nærri sér.
Stundum eru mörg drösl heima hjá mér, ef maður sé í letikasti… -engin viðbrögð.
Ein af mínum bloggkunningjakonum huxar daxdaglega -aldrei hafa lesendur hennar tilkynnt geðbólgur vegna þess.
Önnur zetur z víðazt hvar -og enginn taugadrullar á sig yfir því.
Sjálf á ég það til að lýsa geðbólgum, taugadrullu og jafnvel hamslausri bræði þegar fólk leggur eitthvað undir mig eða spyr mig eina spurningu um eitthvað sem breytir ekki máli. Ég hef hinsvegar ekki staðið í því að leiðrétta það þegar stafsetning eða málvillur eru augljóslega notaðar til að vekja athygli eða gera grín að vondu málfari.
En prófið að nota óvenjulega stafsetningu á einhverju sem tengist trúmálum.
Það virðist nú aldeilis hreyfa við áhugafólki um trúmál.
Nú er ég búin að fá það staðfest að ég á aðdáendahóp innan kirkjunnar.
Velkomin á þessa klámsíðu, segi ég nú bara og endilega nýtið síðuna mína fyrir gvuðspjöll þegar þið eruð orðin leið á málfræði 🙂