X

Fleiri raunveruleikaþætti

Bjartsýniskonan í mér trúir því að til séu karlar sem þurfa ekki að láta draga sig á asnaeyrunum til að sýna lágmarks kurteisi. Ég trúi jafnvel á tilvist karlmanns sem höndlar þá hugmynd að konur ríði einfaldlega af því þær hafi líka kynhvöt en ekki af því að þær séu svo „örvæntingarfullar“ (merkilegt nokk þá virðist kynhvöt karla eða giftra kvenna ekki flokkast sem „örvænting“) að þær séu tilbúnar til að þóknast duttlungum hins útvalda. Að vísu hef ég aldrei hitt þessháttar mann en ég hef heldur aldrei séð hvítan hrafn.

Ég veit að til eru konur sem nenna ekki að leyna þörf sinni fyrir að hafa á hreinu hvort þær eiga kærasta eða ekki. Konur sem vilja frekar vera einar en að standa í því að setja á svið eltingarleik til að þóknast veiðiþörf eilífðarblómsins eða slökkva á símanum af og til bara til að halda prinsinum svolítið óöruggum. Konur sem finnst dálítið skrýtið að flestar konur sem skrifa kennslubækur um það hvernig skuli landa eintaki af tegundinni hómó erectus, skuli sjálfar vera ógiptar.

Ef einhverjum dettur í huga að framleiða stefnumótaþátt fyrir fólk með þessa alvarlegu persónubresti þá er ég til í að skrá mig.

sapuopera: