X

Er samhengi milli kynlífsvanda og heimsku?

Ég er búin að sjá tvo þætti af sex inspectors. Mér finnst stjórnendur þáttanna benda á marga góða punkta en er komin að þeirri niðurstöðu að kynlífsvandamál þessa fólks stafi fyrst og fremst af ólýsanlegri heimsku.

Ég meina, spáið aðeins í hugsunarferil parsins sem var í þættinum í gær.

Hann: Úff maður, ég sökka biggtæm. Held ekki út nema í þrjár mínútur og frúin aldrei ánægð. Jæja það er best að hömpast fyrir framan myndavél og setja það á netið svo allur heimurinn sé með það á hreinu að ég sé misheppnaður elskhugi, þá gengur þetta örugglega betur.

Hún: Það er sama hvað ég káfa mikið á honum, hann virðist ekki hafa neinn áhuga og lýkur þessu af á augnabliki. Best að ég krefji hann um almennilega gandreið 5 sinnum á dag, það kveikir örugglega í honum.

Hvernig skyldi fólki með þessa hæfni til rökhugsunar ganga að sinna vinnu, fjármálum og öðrum samskiptum? Og hvað ætli gerist svo ef koma upp önnur vandamál í kynlífinu. T.d. ef hún missir áhugann á sama tíma og hann lendir í vandræðum með að fá fullnægingu? Ætli þau reyni ekki að leysa það með ótæpilegu magni af viagra?

Væri ekki nær að kenna fólkinu skák og aðra leiki sem þjálfa almenna rökhugsun? Já og eitt enn, er virkilega heppilegt að bregðast við kynlífsfíkn með því að kenna parinu að toga samfarir upp í 90 mínútur og hvetja fíkilinn til að fróa sér á hálftíma fresti? Þyrfti blessuð konan ekki að finna sér eitthvað annað til að dunda við svo hún verði ekki orðin siggróin um fertugt?

Tags: Nornabúðin
sapuopera: