1. Á þessum tíma var þunglyndi ekki eins mikið í umræðunni og í dag. Það þótti aumingjaskapur að þjást af þunglyndi og öðrum geðrænum kvillum og oftar en ekki var fólk orðið mjög veikt áður en það leitaði sér hjálpar. Ég skildi að það var eitthvað sjúklegt við ástand móður minnar en tengdi orðið “þunglyndi” fyrst og fremst við svartsýni og depurð sem átti ekki sérstaklega við í þessu tilfelli.