X

Beint í mark

Undanfarið hafa lítt kunnugir menn borið á mig gjafir í gríð og erg. Sumt svona play-it-save eins og blóm og vín, sem ég kann alveg að meta. Mesti misskilningur að ég sé haldin einhverjum frumleikarembingi. Ég hef líka fengið gjafir sem valda talfæralömun og munnþukkri og er mér þó sjaldan orða vant. Frumort ástarljóð, fokdýra handmálaða silkislæðu frá einhverjum voða fínum hönnuði, gsm síma… Æ sér gjöf til gjalda, hvernig í fjandanum á maður að svara öðru eins? Kannski eru takkarnir sem kveikja á rómantíkinni í mér staðsettir annarsstaðar en hjá öðrum konum?

Í dag fékk ég yndislega gjöf sem hefur líklega ekki útheimt lífeyrissjóðlán. Málarinn færði mér könnu með mynd af Míu litlu. Sem segir mér að hann hlýtur bæði að þekkja mig sæmilega vel og viðurkenna Míuna í mér. Það þykir mér vænt um.

sapuopera: