X

Andhverfur á kvöldi

Kvakar þögn við kvöldsins ós.
Keikir myrkrið friðarljós.
Vekur svefninn vonarró.
Vermir jökull sanda.

Blakar lognið breiðum væng.
Bláa dregur kyrrðarsæng,
húmið yfir auðnarskóg,
eirir dauðum anda.

birta: