Ég sé enga ástæðu til að neita mér um það sem mig langar í nema það sé sjúkt, rangt eða skaðlegt. Hitt er svo annað mál að ég hef oft staðið sjálfa mig að því að stinga upp í mig kökubita, bara af því að hann var fyrir framan mig en ekki vegna þess að mig langaði svo mikið í hann. Svo er líka talsverður munur á því að vilja og langa. Það er bara þessvegna sem ég ét ekki allar kökurnar í bakaríinu. Mig langar það ekki nógu mikið til að taka áhættuna á því að fá sykursýki. En ef mann langar í alvöru, þá má maður samt alveg fá eina. Helst með jarðarberjum.
Maðurinn sem er með sprungu í skelinni trixaði mig með töfrasprota og í dag er ég kaka. Og með jarðarber i hjartanu. Sem gerir það líklega sætt og girnilegt til átu. Það er dálítið ógnvekjandi en það er allt í lagi. Ótti er ekkert hættulegur nema maður leyfi honum að stjórna sér. Hann sagðist líka vera hættur að lesa bloggið mitt. Það var, trúi ég, hin mesta lygi.
View Comments (1)
---------------------
Illegal, immoral and fattening?
Posted by: Elías | 18.12.2006 | 0:25:48