Eitt annað dæmigert fyrir þá sem fremja fjöldamorð er aðgengi að skotvopnum. Stjórn Bandaríkjanna virðist seint ætla að átta sig á fylgninni milli frjálslegrar skotvopnalöggjafar og morða.
Eitt annað dæmigert fyrir þá sem fremja fjöldamorð er aðgengi að skotvopnum. Stjórn Bandaríkjanna virðist seint ætla að átta sig á fylgninni milli frjálslegrar skotvopnalöggjafar og morða.
View Comments (1)
--------------------------------------------------
Þetta heldur ekki alveg.
Í ágætri mynd Michael Moore kemur fram að byssueign og aðgengi Kanadamanna að skotvopnum er svipað og í USA en morðatíðni í Kanada er miklu lægri. Það er semsagt eitthvað annað/fleira en aðgengið sem orsakar öll þessi manndráp í Ameríku...
Posted by: HT | 20.04.2007 | 8:15:21
--------------------------------------------------
sama í Sviss, þar er víst mjög auðvelt að verða sér úti um skotvopn. Ekki að ég sé að verja skotvopnalög í BNA.
Hefur þetta ekki eitthvað með það að gera að fólk er alið á ótta, sí og æ?
Posted by: hildigunnur | 20.04.2007 | 10:46:59
--------------------------------------------------
Það er áreiðanlega fleira sem spilar inn í en einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að manntjón hefði ekki orðið jafn mikið núna um daginn ef morðinginn hefði verið með vasahníf.
Posted by: Eva | 20.04.2007 | 11:42:59
--------------------------------------------------
Það hefðu líka getað verið miklu fleiri fórnarlömb ef þessi vesalings brjálæðingur hefði verið sæmilega vopnaður. Vélbyssurnar og sprengjuvörpurnar sem í sumum fylkjum eru seldar yfir borðið gera eibeittum brjálæðing kleyft að drepa fólk í mikið stærri stíl en þetta. Svo má ekki gleyma að með einföldum hætti hafa menn gert sprengju úr olíu og köfnunarefnisáburði (sem drap 168 í Oklahoma), ekki að ég ætli að reyna að verja byssudellu kanans, en það má heldur ekki horfa framhjá staðreyndum...
Posted by: HT | 20.04.2007 | 12:31:23