Jóhann Helgi Heiðdal skrifar

Ég ætla ekki að þykjast hafa verið einhver besti vinur Hauks Hilmarssonar. Ég hef misst nokkra nákomna, og það fór mjög í taugarnar á mér þegar fólk, sem þekkti manneskjuna lítið sem ekkert, blés út samband þeirra til að fá athygli eða vera með í atburðinum.

Ég þekkti Hauk þó á tímabili, vorum saman í heimspeki í HÍ, og ég tók þátt í nokkrum af þessum frægu mótmælum. Hann var þar auðvitað eins og ljón – mér finnst fólk ekki alveg vera að koma ástríðu og réttlætiskennd hans nógu vel til skila af því sem ég hef lesið. Skiljanlega samt, ég á erfitt með að lýsa henni sjálfur, það næsta sem ég kemst er eitthvað sem maður les um dýrlinga í sögu kristninnar. Kannski fáránleg líking, en eitt veit ég þó: Haukur Hilmarsson var einstök mannvera sem hafði ómælanleg áhrif á mig bara af þessum stuttu kynnum okkar.

Ég hugsa þó mest til þeirra kvöldstunda þar sem við sátum bara og spjölluðum, frekar en afreka hans á vígvellinum. Eitt eftirminnilegasta kvöld lífs míns er þegar, eftir að hafa verið að fá okkur bjór í bænum, þá bauð hann mér með sér „heim“ að horfa á einhverja gamla B-mynd. Þrátt fyrir þessa óbilandi ástríðu, þá var Haukur einnig mjög fyndinn og skemmtilegur gaur. Þannig man ég eftir honum.

Í gær og í dag hefur tilvitnun frá Kierkegaard sótt endalaust á mig, og mér fannst ég verða að deila henni (á ensku svo allir skilji):

Why is it that no contemporary age can get along with witnesses to the truth, and the man is scarcely dead before all can get along with him splendidly? This happens because his contemporaries, as long as he is living and they are living with him in the situation of contemporaneity, feel the sting of his existence; he forces them to a more strenuous decision. But when he is dead, then they can very well be good friends with him and admire him – that is, thoughtlessly and comfortably just leave the whole thing undecided.

Þetta á alveg jafn mikið við mig, bara svo það sé tekið fram.

Vildi bara segja þetta.

Share to Facebook