Um þetta leyti í fyrra átti Haukur að vera á leið frá Raqqah til Evrópu. Hann ætlaði reyndar að fara frá Raqqah fyrstu vikuna í janúar en sú ferð dróst og dróst. Árásir Tyrkja á Afrín urðu til þess að bílnum sem átti að fara með hann og fleiri alþjóðaliða seinkaði um nokkrar vikur í viðbót. Frekar en að hanga yfir engu í Raqqah, ákvað Haukur að fara til Afrín, á vegum tyrkneskrar hreyfingar sem styður málstað Kúrda. Þeir hafa líklega lagt af stað 26. eða 27. janúar. Gert var ráð fyrir því að þeim yrði komið frá Afrín til Evrópu um miðjan febrúar.

Til þess að komast til Afrín þurftu þeir sem voru ljósir yfirlitum að gæta þess að skera sig ekki úr. Síðan þurftu þeir að ferðast langa og erfiða krókaleið og leynast á leiðinni. Sú ferð tók marga daga en talið er að þeir hafi komið til Afrínborgar um mánaðamót jan-feb. Þar var þeim skipt upp og sendir hver á sinn front. Haukur hefur líklega farið til Badina eða Dumilya (hvort tveggja smáþorp sem tilheyra Afrínhéraði) 4. eða 5. febrúar.

Markmiðið var að hjálpa til við að reyna að halda ISIS-liðum (sem voru gengnir til liðs við Tyrki) frá svæðinu á meðan verið væri að bíða eftir hjálp frá alþjóðasamfélaginu. Sú hjálp barst aldrei.

Share to Facebook