Þegar kom í ljós að Íslenskir hvítfibbaglæponar höfðu nýtt aðstöðu sína og ítök til gjörninga sem mörkuðu upphaf efnahagshrunsins, beitti Gordon Brown ákvæðum hryðjuverkalaga til þess að koma í veg fyrir frekara tjón innistæðueigenda í Icesafe í Bretlandi. Margir Íslendingar urðu gríðarlega móðgaðir og töldu ólíðandi að Íslendingum væri líkt við hryðjuverkamenn. InDefence hreyfingin hratt af stað mótmælaherferð þar sem almennir borgarar (sem höfðu ekki komið nálægt Icesafe hneykslinu) birtu myndir af sér með skilaboðum til Mr. Brown. Skilaboðum á borð við „We are not terrorists“, „Who are you calling a terrorist“, eða – það allra besta: „Do I look like a terrorist, Mr. Brown?“ Því það sést náttúrulega á skegginu.

Share to Facebook