Bullur friðar bera
að búin sé að vera
baráttan,
ef ég er með í ráðum.
Og ef að bankar brenni
og blóð úr þrælum renni
sé brunnið allt
sem unnið var með dáðum.

En mér er svosem sama
þótt sé ég þeim til ama,
ég svara ei friðardólgum
– fúll á móti.
Sá kapítalið kremur
sem kennivaldið lemur,
ég kasta ekki skít;
– ég kasta grjóti.

– Haukur, jan 2009

Share to Facebook