Haukur var virkur þátttakandi í anarkistaeldhúsinu, sem hefur í senn það markmið að draga úr matarsóun og sinna samfélagsþjónustu. Eitt af verkefnum hans var að bjarga nýtilegum mat sem kapítalið hendir í ruslið. Með góðu skipulagi má finna flesta nauðsynjahluti í ruslinu. Stórmarkaðir henda oft mat áður en kemur að síðasta söludegiUmbúðamenningin, sem er umhverfisvandamál út af fyrir sig, hefur þann ókost að matur skemmist síður. Það er aftur kostur fyrir þá sem sinna matarbjörgun. Það sem lendir í ruslinu er ekki nærri eins sóðalegt og ætla mætti en hluti af starfnu felst í því að hreinsa, sjóða niður eða frysta það sem bjargast.

Anarkistaeldhúsið hefur m.a. séð um mötuneyti í búðum mótmælenda og staðið fyrir verkefnunum „Food, not Boms“ og „Food, not Jets“ sem felast í því að bjóða vegfarendum upp á máltíð og vekja um leið athygli á þeirri undarlegu stefnu vestræns samfélags að verja meiri verðmætum til stríðsreksturs og munaðar fyrir „þotuliðið“ en til þess að fæða sína minnstu bræður.

Eitt verkefna Anarkistaeldhússins vakti meiri athygli en önnur. Það var samfélagsverkfnið „Gáma“. Gáma var samstarfsverkefni Anarkistaeldhússins og Öskru, hreyfingar byltingassinnaðra stútenda. Verkefnið fólst í því að bjóða stúdentum ókeypsis máltíðir og var öðrum þræði hugsað sem andsvar við sturluðu verðlagi í matsölu stúdenta „Hámu“ á Háskólatorgi.

Share to Facebook