Anna birtir mynd af Jóhönnu sem var tekin á meðan var verið að skola augu hennar í gær. Ég fékk samskonar meðferð. Það tók um 75 mínútur að skola augun á mér.
Ég held að ég hafi aldrei farið í jafn langa sturtu og á eftir. Hárið á mér var blautt af piparvökvanum (þetta var enginn úði heldur gusur) og það tekur langan tíma og mikið vatn að þvo hann burt. Mig sveið í andlit, hendur og hársvörð þar til um hádegi í dag og fötin mín eru svo eitruð að ef maður snertir kápuna þarf maður að þvo sér á eftir.
Ég er búin að jafna mig núna og hef ekki heyrt að verri slys hafi hlotist af atburðum gærdagsins. Hef grun um að þetta sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal. Við þurfum að búa okkur undir byltingu með öllum þeim hættum sem henni fylgja.
View Comments (1)
--------------------------
júgursmyrsl. nokkrar tegundir litað með matarlit. skrutleg andlit.
ég hef notað það til að verjast eitruðum marglyttum og virkar vel. nýtist líka vel á piparúða gas. ekki gleyma rykgrýmu og sundgleraugum.
Posted by: gaddi | 23.11.2008 | 17:26:24
--------------------------
Ég ætla að vona að þú hafir rangt fyrir þér í þessu með byltinguna. Hvað sem okkur finnst um framgöngu þeirra sem settu landið á kúpuna, þá er bylting alls ekki leiðin til að bæta ástandið. Einhverjir fá ofbeldisþorsta fullnægt, einhverjir fá tímabundið anarkí, en þetta setur okkur bara í dýpri skít. En fyrst ég er að kommentera hér hjá þér - veistu hvaða della þetta er í syni þínum og félögum að hylja andit sitt? Eitthvað "terrorista-wannabe look"? Ég sem hélt að "civil disobediance" gengi útá að ganga gegn því sem þér finnst rangt, þó þú brjótir með því reglur og takir afleiðingunum? Er þetta gunguskapur í strákunum eða hvað - að reyna að sleppa billega frá partinum þar sem maður tekur afleiðingunum? Mér eru svona aðgerðir ekkert að skapi - en það skiptir ekki máli, menn mega gera það sem þeim sýnist meðan það hvorki meiðir né skaðar, en ég ber nákvæmlega enga virðingu fyrir fólki sem ekki getur sagt sína skoðun án þess að skjóta úr felum - og á það bæði við nafnlaus skrif á neti og anditslausar aðgerðir. Það á vissulega ekki við um þig - þú ert allajafnan kyrfilega undir nafni þegar þú tjáir þig, en mér finnst Haukur vera þarna á hálum ís.
Posted by: Jón Kjartan Ingólfsson | 23.11.2008 | 21:08:43