Í fyrramálið heldur Pysjan til Danaveldis þar sem hann mun þreyta inntökupróf í sérlegan Bjargvættaskóla. Það er svosem ekki eins og ég sé neitt óvön því að hann sé að heiman mánuðum saman og reyndar var hann að vinna í Danmörku síðasta sumar. Samt finnst mér þetta eitthvað svo stórt skref. Líklega bara af því að ég hef ekki hugmynd um hvenær hann kemur aftur.
- 55 ár ago
Eva Hauksdóttir
Bjargvættur Bauna
Related Post