Ég er með strengi fram í fingurgóma. Eftir magadans! Hvernig ætli ég yrði ef ég reyndi að lyfta einhverju sem er þyngra en handleggirnir á mér? Ég er annars hrædd um að það sé ekki bara fámennur hópur sem er í sömu stöðu og ég, að hafa í raun aldrei þurft að nota ákveðna vöðva.
Ég er aðallega að hugsa um viskustykkjavöðvann og bakvöðvana sem maður notar við að lyfta olnboganum í axlarhæð meðan handleggurinn hangir niður. Ég minnist þess bara hreinlega ekki að hafa notað þá við neitt annað en handleggjahreyfingar í dansi. Eru einhver svona almenn störf sem útheimta það að maður beiti þessum vöðvum að ráði?
Hvaða ruglhugmynd er það annars sem fær fólk til að lyfta lóðum? Fimleikafólk er dansarar eru langoftast með fullkominn skrokk, hæfilega stæltir og ekki með eitt umfram gramm af spiki. Aukinheldur með fínt úthald. Miklu fallegri og eðlilegri en vaxtarræktarvibbarnir. Mér finnst öfgafullir lyftingamenn líkjast olíutunnu með fótbolta ofan á. Finnst fólki það í alvöru fallegt?
Fallegasti karlmaður í heimi er danshomminn í „Auga öfuguggans“. Ég vildi gjarnan hafa hann heima hjá mér, bara svona sem stofustáss.
View Comments (1)
----------------------------------------------------
Er ekki einmitt málið að danshommar eru bara nýtanlegir sem stofustáss ? Annars hélt ég nú að konur vildu karlmenn sem bæru testasterónið utan á sér í vöðvaformi og litu ekki út eins og fermingardrengir í sokkabuxum.
Posted by: Hugz | 26.01.2007 | 9:47:44
----------------------------------------------------
Sem leiðir okkur að tveimur möguleikum:
a) Hugz skjátlast
b) Eva er ekki kona
Posted by: Eva | 26.01.2007 | 10:21:08
----------------------------------------------------
Annars fer þetta auðvitað allt eftir því til hvers maður ætlar að nota manninn. Ef hann á að hjálpa til við flutninga er ekkert verra þótt hann líti út eins og tröll.
Líttu bara í eigin barm (ertu ekki annars karlmaður?). Ef þú ætlar að fá þér konu sem á að gera eitthvert gagn þá skiptir ekki svo miklu hvernig hún lítur út eða hvort hún er með holrúm á milli eyrnanna. Aðalmálið er að hún geti gegnt hlutverki vasaklúts, eldað handa þér mat, þvegið af þér spjarirnar og fari ekki að gera einhverjar kröfur til þín eftir að þú ert búinn að skeina þig á tilfinningum hennar. Þessir hlutir skipta hins vegar ekki nokkru máli ef þú ætlar bara að skvetta í´ana einu sinni eða tvisvar.
Posted by: Eva | 26.01.2007 | 10:36:43
----------------------------------------------------
Mér finnst a) afar hæpið en ég veit auðvitað ekki með b) :-)
Vissulega fer þetta allt eftir notkunarmynstrinu. Ef þú ætlar bara að nota karlmann til þungaflutninga þá er náttúrulega skilyrði að viðkomandi geti lyft. Ef þú ætlar að nota hann sem stofustáss þá er best að steypa danshomma í brons og planta honum við hliðina á sjónvarpinu. Ef mig vantar þvottakonu þá þarf hún vitanlega að kunna á þvottavél. Ég sækist nú persónulega eftir fjölnota konum. Ég hins vegar kann á mína þvottavél, er hættur að nota vasaklúta, elda miðað við þarfir (og kann að hringja í Dominos) og þarf ekki ennþá hjálp við að skeina. Spurning hvað ég hef að gera við konu ??
Posted by: Hugz | 26.01.2007 | 11:48:25
----------------------------------------------------
viskustykkjavöðvi, er það þetta sem Danir kalla vinkeflæsk?
Posted by: hildigunnur | 26.01.2007 | 14:30:15
----------------------------------------------------
Er ekki viss. Ég á við þríhöfðann. Ef hann slappast of mikið myndast þunnar skvaplufsur sem lafa neðan af upphandleggjunum líkt og maður hafi hengt á þá viskustykki.
Posted by: Eva | 26.01.2007 | 15:17:01
----------------------------------------------------
í mínum kreðsum heitir þetta "bingóvöðvinn". sjáið fyrir ykkur eldri dömu sem fær bingó og réttir í gleðirykk upp handlegginn og við það sveiflast vöðvinn, og vöðvinn sveiflast svo...
Posted by: baun | 26.01.2007 | 16:19:08
----------------------------------------------------
jamm, þetta er einmitt vinkeflæsk :-D Vinkona mín þoldi það svo illa að hún leitaði til lýtalæknis að láta laga (hvað eru mörg L í því?)
Posted by: hildigunnur | 27.01.2007 | 11:11:48
----------------------------------------------------
heitir það ekki "bingoflæsk"? Annars finnst mér ég alltaf einmana og kvenmannslaus í kulda og trekki, kostar annars 5000 kall að leysa úr því í bílskúr í Hafnarfirði ef ég man rétt (ég er löngu búinn að týna þræðinum í þessari umræðu)
Posted by: no-boddí | 28.01.2007 | 0:10:50