X

Just why?

-Hversvegna er nauðsynlegt að allur heimurinn hafi áhuga á enskum fótbolta?

-Hvað er svona rétt, gott og mannúðlegt við að láta þroskaheft barn ná fullum líkamsþroska?
-Hvað er svona æðislegt við að Þorgrímur Þráinsson, hvers líkamlegt ástand er eins og hann sé 12 áum yngri en hann er, komist í ennþá betra form?
-Hvers vegna er ennþá óútskýrður launamunur milli karla og kvenna?
-Hversvegna kemst Landsvirkjun alltaf upp með að hefja framkvæmdir í leyfisleysi?

Best er að deila með því að afrita slóðina

Eva Hauksdóttir:

View Comments (1)

  •  Tjásur:
    hef ekki græna glóru

    en þetta eru áhugaverðar spurningar...

    Posted by: baun | 14.01.2007 | 20:53:13

    -------------------------------------------------

    Er fyrsta atriðið nauðsynlegt og hefur allur heimurinn yfirleitt þennan áhuga?

    Posted by: Kalli | 14.01.2007 | 22:43:26

    -------------------------------------------------

    Allavega virðist fjölmiðlum finnast það bigg díl að Beckham ætli að boða Bandaríkjamönnum fagnaðarerindi fótboltans. Það ku víst vera alveg agalegt hvað Bandaríkjamenn hafa miklu meiri áhuga á hafnarbolta en knattspyrnu og nú ætlar Beckham að leiðrétta það rugl.

    Posted by: Eva | 15.01.2007 | 7:17:39

    -------------------------------------------------

    já, hvar værum við án hugsjónafólks...eins og Beckhams..

    Posted by: baun | 15.01.2007 | 8:30:54

    -------------------------------------------------

    fótboltaáhugi er stórlega yfirreiknaður. Líka í Evrópu.

    Annars finnst mér síðasta spurningin áhugaverðust og sú sem ég verð fúlust yfir.

    Posted by: hildigunnur | 15.01.2007 | 8:49:21

    -------------------------------------------------

    Úff... mér finnst fótbolti ekki vera menning sem ætti að stunda útflutning á.

    Annars finnst mér alltaf jafn furðulegt þegar fólk setur upp undrunarsvip þegar ég segist ekki hafa NEINN áhuga á fótbolta. Ég ætla að spyrja alla framvegis hvort þeir séu hrifnari af GURPS eða D20 hlutverkaspilakerfunum.

    Svo sjönna ég þá sem spila með þetta drasl D20 kerfi.

    Muahahaha!

    Posted by: Kalli | 15.01.2007 | 10:31:18

    _________________________________________________________________

Related Post