Starf þjóns míns og lærlings er margþætt. Eitt af föstum verkefnum hans er að skoða með mér stöðuna á netbankanum reglulega og dásama fullkomleik fyrirtækisins (og minn eigin) sem einatt myndgerist í skilaboðunum „enginn ógreiddur reikningur“. Á þriðjudaginn greiddi ég vaskinn eins og lög gera ráð fyrir og kallaði svo á Búðarsveininn til að láta hann fara vandlega yfir stöðuna og dást að mér fyrir afrekið.
En Eva var ekki lengi í Paradís. Daginn eftir sáust engin merki þess á netbankanum að vaskurinn hefði verið greiddur né heldur að hann væri ógreiddur. Reikningurinn bara horfinn. Ég hringdi í Glitni í miklu geðbólgukasti og spurði hvað þetta ætti að fyrirstilla. Sá sem varð fyrir svörum sagði mér að annar viðskiptavinur hefði lent í nákvæmlega því saman og tæknideildin væri að vinna í málinu. Hann ráðlagði mér jafnframt að greiða ekki í gegnum netbankann. ‘Eg fann að ég varð skrýtin á svipinn. Ástæðan fyrir því að ég er með netbanka er einmitt sú að ég vil geta greitt reikninga í gegnum hann.
Jæja, í morgun hafði reikningurinn enn ekki fundist og allur fyrrihlut dagsins fór í vesen út af því. Ég er alvarlega að hugsa um að fara heim til KB-banka aftur.
View Comments (1)
---------------------
hverfa reikningarnir aldrei fyrr en þeir eru greiddir?
væri þægilegt ef þeir hyrfu bara sisvona...
Posted by: baun | 7.12.2006 | 13:37:56
---------------------
Nei það væri ekki þægilegt. Skuldin hverfur ekkert þótt reikningurinn hverfi.
Posted by: Eva | 7.12.2006 | 16:47:28
---------------------
geturðu ekki galdrað skuldir í burtu?
og breytt bankastarfsmönnum í froska?
Posted by: baun | 8.12.2006 | 10:27:45
---------------------
og galdrað í mig einhvern þroska?
Posted by: baun | 8.12.2006 | 10:28:31
---------------------
Það er einfaldara að galdra peninga til að greiða skuldirnar. Veit ekki með seinna dæmið...
Posted by: Eva | 8.12.2006 | 10:52:10
---------------------
sum verkefni eru einfaldlega ofviða jafnvel snjöllustu nornum;)
Posted by: baun | 8.12.2006 | 15:17:06
---------------------
Er s.s. auðveldara að breyta lánurum í froska en að þroska fólk?
Posted by: Egill | 9.12.2006 | 3:51:16
---------------------
gæti verið auðveldara að froska fólk en þroska það..
Posted by: baun | 9.12.2006 | 11:24:39