X

Óvænt afhjúpun

Ég minnist þess ekki að hafa séð hann fyrr en hann er svipuð týpa og Hugi í útliti. Rétti mér pakka í bleikum silkipappír og kvaðst vilja færa mér gjöf í tilefni af Hrekkjavöku.
-Hver ert þú eiginlega? spurði ég undrandi, enda nýbúin að skoða póstinn minn og samkvæmt honum virðist ekki tiltakanlegur hundraðþúsundkallaskortur hrjá lesendahóp minn. Allavega engin fyrirheit um karl í kynnisferð í dag. (Á samt stefnumót við einn óséðan í kvöld)
-Lestu kortið, svaraði hann og snaraðist út.

Í pakkanum var myndskreytt ævintýrabók, „The Widow´s Broom“ eftir Chris Van Allsburg.
Undir kortið ritar „Þórfreður“.

Ég taldi mig hafa sannreynt þá kenningu að Þórfreður væri fullreyndur fáviti sem af og til skýtur upp kollinum í von um að ég sé orðin afhuga þeirri skoðun að sá sem leggur líf manns í rúst þrisvar sinnum, muni gera það í fjórða sinn ef hann fær ráðrúm til.
Ég hafði rangt fyrir mér. Þ.e.a.s. um að Þórfreður væri fávitinn í dulargervi. Hin kenningin er enn í fullu gildi.

Ætli Du Prés birtist næst?

Eva Hauksdóttir:
Related Post