X

Tilgangurinn

-Hann er vænn maður, sagði ég
-Virðist prýðisnáungi, samsinnti Drengurinn.
-Kannski ætti ég að giftast honum.
-Nei Eva, þú ættir ekki að giftast honum. Þú ættir að giftast einhverjum sem þig langar að sofa hjá.
-Giftast þeim sem mig langar að sofa hjá. Já það væri nú aldeilis fallega gert að negla einhvern tuttuguogfjögurra ára taðskeggling í hjónaband.
-Þú þyrftir þá allavega ekki að eyða hálfum deginum í að hugsa upp afsökun fyrir því að vilja ekki deila rúmi með honum.
-Af hverju í fjandanum ættu hjón endilega alltaf að vera ríðandi? Af hverju getur fólk ekki bara riðið einhversstaðar annarsstaðar en heima hjá sér?
-Mæómæ hvað þér tekst alltaf að flækja hlutina. Jú, sjáðu til, tilgangurinn með því að finna sér maka er nefnilega akkúrat og nákvæmlega sá að ríða þeim einstaklingi.
-Nú? Ekki sá að deila ábyrgð og hafa félagsskap?
-Nei, það er bara bónus, ekki tilgangurinn.
-Stundum efast ég um tilgang allra hluta.
-Þú efast um tilveru þína svo það hlýtur að liggja í hlutarins eðli að efast um allt annað líka.

Samt held ég áfram að efast. Ég held satt að segja að gift fólk ríði ekkert meira en við hin. Og ekkert endilega heima hjá sér.

Eva Hauksdóttir:
Related Post