X

Samt er hann að þvælast

Og hvers vegna hafði ég aldrei næga ást á sjálfri mér til að brjóta odd af oflæti mínu og spyrja um ástæður, öll þessi ár sem marbendill tilveru minnar lá í hláturskasti?

Og hversvegna svarar hann mér ekki nú, þegar ég hef spurt hann, gengið á hann, grátbeðið hann að segja mér svarið, yfirheyrt hann, mútað honum, borið fram tillögur að svörum og beðið hann að svara bara já eða nei?

Marbendill setur upp pókerfés. Hann er löngu hættur að hlæja. Stekkur ekki einu sinni bros þótt ég prumpi og þó hefur hann alltaf verið veikur fyrir fimmaurahúmor. Kannski hugsar hann sem svo að þetta sé bara ekki fyndið lengur.

Eva Hauksdóttir:
Related Post