X

Staðan

Sökum langvarandi nettengingarleysis, húsnæðishrakninga og vinnuálags hefur sápuóperan verið lítt virk undanfarið. Það stendur til bóta. Núna.

Reyndar er ég líka smátt og smátt að henda inn því sem ég skrifaði í dagbókina mína á meðan ég hafði ekki nettenginu, með réttum dagsetningum auðvitað.

Staðan í dag:

-Vinn negravinnu á hóteli, smíða rafeindabúnað og les prófarkir.
-Bý í alltof dýrri leiguíbúð sem ég nenni ekki að koma mér fyrir í af því ég ætla hvort sem er ekki að vera hér lengi.
-Bíð eftir greiðslumati sem ætti að koma á þriðjudaginn í síðasta lagi.
-Skoða íbúðir í frístundum (sem eru fáar og stuttar)
-Sakna Húsasmiðsins.
-Langar að prufukeyra ónefndan vinnufélaga í bælinu.
-Bíð ennþá eftir útkomu bókarinnar minnar sem átti að koma út snemma sumars.
-Hef ekki eldað almennilegan mat í 3 mánuði og langar í kjötsúpu.
-Hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé VÍST sóðaskapur af því að hafa páfagauk á heimilinu eins og ég hélt reyndar fram þegar húsasmiðurinn keypti óvart páfagauk handa syni mínum Hárlaugi.
-Hef enn ekki orðið vör við þá peninga og velgengni sem spákonan sá í spilunum mínum þegar ég heimsótti hana í mars.

Eva Hauksdóttir:
Related Post