X

Hagbarður Lenín

Hollendingurinn fljúgandi keypti „óvart“ páfagauk handa Pysjunni. Ég hélt að í gildi væri samkomulag um engin gæludýr og er síður en svo ánægð.

„Óttar! Hvernig kaupir maður páfagauk „óvart“? Ég meina hvernig gerist það?“
„Æ, þú veist – hann var blár. Og fallegur. Og pabbi hans er vondur við hann.“

Pabbi hans er vondur við hann – það trompar ekkert þau rök.

Helvítið er reyndar fallegur en hann er vitlaus í skapinu og goggar í allt og alla.
Páfagaukurinn meinti ég – ekki Óttar.

Darri vill láta hann heita Lenín en mér finnst lágmark að ég fái að ráða nafninu enda MUN það koma í minn hlut að þrífa undan honum.
„Hann heitir Hagbarður“ sagði ég. Pysjan fnæsti.
„Hagbarður Lenín“ lagði Hollendingurinn blóðseki til.
Darra finnst það ekki gott nafn.

Eva Hauksdóttir:
Related Post