Víkingasushi

Í góðu veðri er gaman að skoða fallegar eyjar en ekki skemmdi það stemninguna að sjá skelfisk dreginn upp með plóg og fá meira að segja að smakka á góðgætinu.

Nú vantar ekkert nema hvítvínsglas, sagði pabbi og það varð að áhrínisorðum því nokkrum mínútum síðar var settur út plógur og skeljar og ígulker dregin um borð.

 

 

Við vorum að hugsa um að syngja „Hífop æpti kallinn“ fyrir útlendingana en vildum ekki skemmta ókeypis og vorum ekki viss um að framtakið yrði metið til fjár, svo við ákváðum að koma aftur næsta sumar og semja þá fyrirfram.

Sushi merkir að vísu „með hrísgrjónum“ og ég býst við að asíubúarnir um borð hefðu kannski ekki kallað þetta sushi en strákurinn á myndinni hér að ofan sagði okkur að á japönskum veitingastöðum kostaði eitt ígulker allt að 10.000 kall svo japanskir sælkerar telja sig sennilega gera kostakaup með svona ferð.

Mynband 1
Myndband 2
Krabbagreyið

Pabbi bauð upp á hvítvín með kræsingunum

Borghildur þurfti bara að gera sér upp ölvun því hún var Áttaviti ferðarinnar og ekki vildum við nú hafa hana fulla undir stýri. Eitt lítið hvítvínsglas í miðri siglingu skaðar nú samt ekkert.

Full á Breiðafirði
Full á Breiðafirði 2
Full á Breiðafirði 3

Svona get ég nú brosað breitt þegar ég er full með pabba úti á sjó

Og segja; vííííí!

Já, svona!

Hvítabjarnarey

Hér á hvítabjörn að hafa gengið á land og lagst í bás sunnan til á eynni. Tröllkona úr Helgafelli hafði eignað sér básinn og kastaði bjargi frá Þingvallaborg til að fæla björninn burt. Seinninn lenti milli bjargs-brúnanna fyrir ofan básinn og þar hangir hann enn.

Hér sést básinn og fyrir ofan hann bjargið sem tröllkonan kastaði. Smellið á myndina til að sjá hvaðan hún er tekin.

Ég held að þetta sé Hvítabjarnarey en ekki er ég viss. Stuðlabergið neðst er eins og hlaðin undirstaða.

Nú erum við farin að nálgast land. Þessi lundi stillti sér upp fyrir myndatöku

Hér sést betur hvernig lundarnir skemmtu okkur

 

 

 

Að skelfiskáti loknu var brunað í land en við vorum svo sniðug að koma okkur vel fyrir í skjóli svo við fundum ekkert fyrir vindi. Við báðum eitt farþega að taka mynd af okkur öllum saman. Hann tók vel í það og reyndist vera atvinnuljósmyndari, Tyrfingur Tryfingsson heitir hann, kallaður Tyffi. Sjá má fleiri myndir sem hann tók af okkur með því að smella á myndina hér að neðan.

 

Deila

admin:
Related Post