Categories: Allt efni

Lúxuskrísa

Ég verð að fara að taka ákvörðun um það hvað ég ætla að gera í vetur. Mig langar nákvæmlega ekkert að taka meistaranám í HÍ, þar er sama ömurlega krossaprófastefnan og í grunnnáminu og gert ráð fyrir 5 námskeiðum á önn. FIMM námskeiðum. Mér hrýs hugur við því. Maður á semsagt að halda áfram að krafsa í yfirborðið á öllu. Læra þúsundir blaðsíðna utan að og reyna að komast hjá því að hugsa sjálfstætt. Engin sérhæfing og sárafá tækifæri til að kafa djúpt í efnið. Ég gubba.

Auk þess er ekki víst að ég komist endalaust upp með að taka þetta utan skóla og ég vil ekki vera langtímum án Einars.

Ég fæ niðurgreiðslu á skólagjöldum í Strathcylde, þar sem ég er búsett þar. Á þar með ekki rétt á skólastyrk fyrir útlendinga en niðurgreiðslan kemur í sama stað niður svo það skiptir ekki máli. Það sem ég þarf að greiða er samt sem áður tæp milljón og til þess að eiga rétt á láni frá LÍN þarf maður að hafa átt lögheimili á Íslandi síðustu 5 árin.

Milljónkall er hellings peningur og ég veit svosem ekkert hvort kennsluhættir og námsmat er eitthvað skárra í Skotlandi en í andapollinum við Sæmundargötuna. Finnst líka fráhrindandi að kennslan fer að hluta fram á kvöldin og er hóflega bjartsýn á að þessari milljón yrði vel varið. En Einar segir útilokað að þetta geti verið verra en Lagadeild HÍ. Hann segist aldrei hafa séð jafn vond próf og hann hefur nú þokkalega reynslu í þeim efnum. Hann blæs á efasemdir mínar um að ég ráði við þetta. Ég vildi að ég hefði jafn mikið álit á mér og hann hefur. Rökfasta Eva segir mér að auðvitað ráði ég alveg við þetta. Ég hef lokið mastersnámi frá breskum háskóla áður. En Úrtölu Eva er aldrei langt undan og Skrattinn í sauðarleggnum sprelllifandi. Ég hef enga reynslu af laganámi í breskum skóla og kannski var enskudeildin í Leeds bara djók.

Þriðji möguleikinn er sá að hætta þessu bara. ég er þó alltaf með þetta BA próf og hlýt að geta fengið þolanlega vinnu út á það. En mig langar í málflutning. Held að ég gæti alveg orðið góður lögmaður.

Ég ætla að ákveða þetta á mánudaginn. Í versta falli kasta ég krónu.

 

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago