Categories: Allt efni

Post mortem

Bloggið er dautt. Þá á ég við perónulega bloggið sem var vinsælt á árunum 2002-2012, þar sem fólk sagði sögur úr hversdagslífi sínu og viðrar pælingar sínar um daginn og veginn.  Ekki reyndar alveg steindautt en Þórdís Gísladóttir er kannski síðasti móhíkaninn.

Flestir þeirra áhugapenna sem birta skrif sín á netinu hafa síðustu árin helst skrifað pistla um samfélagsmál, mat eða annað þema og flestir nota bloggsvæði netmiðlanna. Ævisögulegu bloggin og leikirnir fluttust yfir á fésið. Mér finnst missir að persónulegu bloggsvæðunum, bæði vegna þess að þar voru oft birtar áhugaverðar, samfelldar frásagnir en á FB er skeytastíllinn áberandi en einnig vegna þess að öll FB-svæði eru nokkurnveginn eins í útliti.  Maður heimsótti bloggsvæðin en FB er líkari kaffihúsi.

Ég lokaði persónulegu dagbókarsvæðunum mínum fyrir almenningi fyrir nokkrum árum. Var þá hvort sem er farin að skrifa svo stopullega á persónulegum nótum að ég sá ekki tilgang í því að sigta frá það sem ég kærði mig um að deila með alheiminum og því sem aðeins á erindi við vini og ættingja.

Ég er nú búin að fela eldri færslur á liljunum og er að hugsa um að prófa að hafa þetta svæði opið í nokkra mánuði. Ég loka þá bara aftur ef ég hef ekkert gaman af því.

 

 

Deila færslunni

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: Blogg

Recent Posts

320 dögum síðar

Benjamin Julian tók myndina Sennilega hefur mér aldrei orðið minna úr verki en árið 2018.…

54 ár ago

Góðra vina fundur

Mér finnst þessi mynd svo táknræn. Katrín Jakobsdóttir í snertifæri við bæði Theresu May og Erdoğan.…

54 ár ago

Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í…

54 ár ago

My Reply to Turks’ Hatemail

Dear Erdoğan worshippers who have been sending me hate mail Do you really think that…

54 ár ago

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta Haldið þið virkilega að…

54 ár ago

Yfirlýsing vegna fánabrennu

Kallað hefur verið eftir skýringum á því tiltæki að brenna tyrkneska fánann framan við Utanríkisráðuneytið…

54 ár ago